Hjálpar öllum í liðinu

Íslenska liðið fagnar marki Mikaels.
Íslenska liðið fagnar marki Mikaels. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Við áttum þetta skilið,“ sagði Mikael Neville Anderson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Viaplay eftir 1:1-jafntefli liðsins gegn Albaníu í B-deild Þjóðadeildarinnar í Tirana í Albaníu í kvöld.

„Mig langaði að skora enda langt síðan síðast og það tókst. Þetta var fyrst og fremst geggjuð frammistaða hjá liðinu og ég er ótrúlega sáttur með þessi úrslit. Ég hafði engu að tapa og ég spilaði fimm mínútur á móti Venesúela. Ég ætlaði því að sýna mig og sanna þegar ég kom inn á og ég er fyrst og fremst ánægður með að hafa hjálpað liðinu.“

Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson snéru allir aftur í íslenska liðið fyrir þennan landsleikjaglugga eftir langa fjarveru.

„Ég er kominn með ágætis reynslu en það er frábært að fá þessa eldri leikmenn aftur inn í hópinn. Þeir eru duglegir að gefa af sér. Við getum líka lært helling af þeim og innkoma þeirra hjálpar öllum í liðinu,“ bætti Mikael Egill við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert