Indriði í heimahagana

Indriði Áki Þorláksson í leik með Fram gegn ÍA á …
Indriði Áki Þorláksson í leik með Fram gegn ÍA á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Indriði Áki Þorláksson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍA um að leika með karlaliðinu út tímabilið 2024.

Indriði Áki kemur frá Fram, þar sem hann hefur leikið undanfarin tímabil.

Hann er 27 ára gamall miðjumaður sem er alinn upp á Akranesi þar sem hann lék með með yngri flokkum ÍA út 3. flokk og skipti svo yfir til Vals í 2. flokki.

Indriði, sem hefur einnig leikið með Keflavík, Haukum, Leikni úr Reykjavík, Víkingi úr Ólafsvík og Kára, hefur alls spilað 231 leik í meistaraflokki og skorað í þeim 30 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert