Verkfallið var „lokaúrræði“ til þess að komast til Vals

Lúkas Logi Heimisson í leik með Fjölni gegn Þór á …
Lúkas Logi Heimisson í leik með Fjölni gegn Þór á Akureyri síðasta sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Lúkas Logi Heimisson, nýr leikmaður Vals í knattspyrnu, kveðst hafa fundið sig tilknúinn að hætta að mæta á æfingar hjá Fjölni með það fyrir augum að komast til Hlíðarendaliðsins.

Í samtali við Fótbolta.net kvaðst Lúkas Logi hafa gert forsvarsmönnum Fjölnis það ljóst að hann vildi taka skrefið upp í Bestu deildina fyrir komandi tímabil eftir að Fjölni tókst ekki að komast upp í hana á síðasta tímabili.

Fjölnir vildi í fyrstu ekki leyfa honum að fara en loks náðist samkomulag um kaup Vals á sóknartengiliðnum. Það gerðist þó ekki fyrr en Lúkas Logi, sem er 19 ára, fór í verkfall með því að hætta að mæta á æfingar hjá Fjölni.

„Að hætta að mæta á æfingar var bara alveg lokaúrræði, sem vissulega maður á ekki að gera, en það var bara eina úrræðið sem að ég gat beitt til þess að reyna að hafa áhrif á stöðu mína,“ sagði hann við Fótbolta.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert