Kæru KV vegna sætis í 1. deild karla vísað frá

Kórdrengir fengu ekki keppnisleyfi í 1. deild karla.
Kórdrengir fengu ekki keppnisleyfi í 1. deild karla. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV úr Reykjavík sem taldi sig eiga að halda sæti sínu í 1. deild karla eftir að KSÍ hafnaði þátttökutilkynningu Kórdrengja um að leika í deildinni á Íslandsmótinu 2023.

KSÍ tilkynnti í kjölfarið að Ægir, sem hafnaði í þriðja sæti 2. deildar 2022, myndi taka sæti Kórdrengja í 1. deild.

KV, sem endaði í 11. sæti 1. deildar í fyrra og féll þar með úr deildinni, taldi sig eiga rétt á að halda sætinu vegna ákvæðis í reglugerð um leyfiskerfi KSÍ.

Aga- og úrskurðarnefnd vísar málinu frá og segir m.a. í úrskurðinum að málatilbúnaði kæranda sé þannig háttað að ekki verði hjá því komist að vísa málinu frá í heild.

Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert