Bestur í annað sinn í 13. umferðinni

Ísak Andri Sigurgeirsson og Ástbjörn Þórðarson eigast við í leik …
Ísak Andri Sigurgeirsson og Ástbjörn Þórðarson eigast við í leik Stjörnunnar og FH. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Ísak Andri Sigurgeirsson, vinstri kantmaður Stjörnunnar, var besti leikmaðurinn í þrettándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta, að mati Morgunblaðsins.

Ísak var allt í öllu hjá Stjörnumönnum þegar þeir gersigruðu FH, 5:0, í fyrrakvöld. Hann lagði upp tvö fyrstu mörkin, átti stóran þátt í því þriðja og innsiglaði síðan sigurinn með því að skora fimmta markið. Ísak fékk tvö M fyrir frammistöðu sína hjá Morgunblaðinu.

Ísak, sem verður  tvítugur í september, er fyrsti leikmaðurinn sem er tvisvar valinn leikmaður umferðar á þessu tímabili. Hann varð einnig fyrir valinu eftir þriðju umferð þegar hann lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt í sigri Stjörnunnar á HK, 5:4.

Þá var Ísak útnefndur besti leikmaður aprílmánaðar í Bestu deildinni hjá Morgunblaðinu en hann var hæstur allra í M-einkunnagjöfinni í apríl. Þá fékk hann þrjú M fyrir frammistöðu sína í leiknum gegn HK en hann hefur nú þrisvar fengið tvö M.

Meira um Ísak og úr­valslið tólftu um­ferðar má sjá í heild sinni á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert