13. umferð: 19 ára í fjórum deildum Norðurlanda

Amanda Andradóttir er byrjuð að spila með Val.
Amanda Andradóttir er byrjuð að spila með Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskonan Amanda Andradóttir lék sinn fyrsta leik í efstu deild hér á landi þegar hún kom inn á hjá Val í stórsigri gegn ÍBV í Eyjum á laugardaginn, 7:1.

Hún hefur þá leikið í efstu deild fjögurra Norðurlanda, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Íslands, og náð þeim áfanga aðeins 19 ára gömul.

Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Val í þriðja leiknum í röð og þetta er í fimmta sinn á tímabilinu sem hún skorar tvö eða fleiri í leik. Bryndís er markahæst í deildinni með 13 mörk.

Lise Dissing, danskur miðjumaður, lék líka sinn fyrsta leik í deildinni með Val gegn ÍBV. 

Tap ÍBV gegn Val, 1:7, er það stærsta hjá liðinu á heimavelli í 18 ár, eða frá því Valur vann nákvæmlega eins sigur á Hásteinsvelli árið 2005. Laufey Ólafsdóttir skoraði fjögur marka Vals í þeim leik og Margrét Lára Viðarsdóttir, systir Elísu Viðarsdóttur núverandi fyrirliða Vals, skoraði eitt mark á þeirra gamla heimavelli.

Aldís María Jóhannsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir í baráttu. Aldís …
Aldís María Jóhannsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir í baráttu. Aldís var fyrst til að skora fimm mörk fyrir Tindastól í deildinni og Bryndís Arna er langmarkahæst í ár. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Aldís María Jóhannsdóttir varð fyrst til að skora fimm mörk fyrir Tindastól í efstu deild þegar liðið vann ÍBV 4:1 um fyrri helgi en það var leikur úr 15. umferð sem var flýtt. Murielle Tiernan jafnaði það síðan þegar hún skoraði mark liðsins í ósigri gegn Stjörnunni á laugardaginn, 2:1.

Sigur Tindastóls á ÍBV er sá stærsti í sögu félagsins í efstu deild og jafnframt var þetta í fyrsta sinn sem liðið skorar fjögur mörk í leik í deildinni.

Sædís Rún Heiðarsdóttir, fyrirliði U19 ára landsliðsins, skoraði sitt fyrsta mark í deildinni þegar Stjarnan vann Tindastól 2:1, sigurmarkið í leiknum. Markið lét bíða eftir sér því þetta var hennar 61. leikur í deildinni.

Sædís Rún Heiðarsdóttir skoraði langþráð mark og það reyndist mikilvægt.
Sædís Rún Heiðarsdóttir skoraði langþráð mark og það reyndist mikilvægt. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Edith Abigail Burdette lék sinn fyrsta leik með Selfossi þegar liðið vann Keflavík, 1:0, á laugardaginn.

Choe Hennigan lék sinn fyrsta leik með ÍBV í stórtapinu gegn Val, 1:7.

Arna Rut Orradóttir og Júlía Margrét Sveinsdóttir úr Þór/KA léku sinn fyrsta leik í efstu deild í tapi  gegn Þrótti á laugardaginn, 0:4.

Melaine Rendeiro og Margrét Lea Gísladóttir úr Keflavík léku sinn fyrsta leik í deildinni þegar liðið tapaði á Selfossi.

Beatriz Parra og Marta Perarnau léku sína fyrstu leiki með Tindastóli í deildinni gegn ÍBV og Stjörnunni.

Úrslit­in í 13. um­ferð (heitir 14. umferð í leikjaplaninu)
Tinda­stóll - ÍBV 4:1 (úr 15. umferð)
FH - Breiðablik 1:1
ÍBV - Val­ur 1:7
Þór/​KA - Þrótt­ur R. 0:4
Stjarn­an - Tinda­stóll 2:1
Sel­foss - Kefla­vík 1:0

Marka­hæst­ar:
13 Bryn­dís Arna Ní­els­dótt­ir, Val
5 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki
5 Freyja Karín Þorvarðardóttir, Þrótti
5 Katrín Ásbjörns­dótt­ir, Breiðabliki
5 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​​​​​KA

5 Tanya Boychuk, Þrótti
4 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
4 Birta Georgsdóttir, Breiðabliki
4 Holly O'­Neill, ÍBV
4 Katla Tryggva­dótt­ir, Þrótti
4 Linli Tu, Kefla­vík
4 Olga Sevcova, ÍBV
4 Shaina Ashouri, FH

4 Tayl­or Ziemer, Breiðabliki

Næstu leik­ir:
2.8. Keflavík - Stjarnan
2.8. FH - Þór/KA
3.8. Valur - Þróttur R.
3.8. Breiðablik - Selfoss

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert