Vildi stigin en hefði líka viljað fleiri mörk

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér fannst frábær frammistaða hjá mínu liði og engin spurning um að það hafi bara verið eitt lið á vellinum í dag,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blikakvenna, eftir 4:0-sigur á Selfossi í dag þegar leikið var í efstu deild kvenna í fótbolta í Kópavogi.

„Ég er sáttur við stigin þrátt fyrir að vilja jafnvel fleiri mörk.  Við vildum fyrst og fremst ná í þrjú stig en þegar þú byrjar leikinn vel og ef litið er á hvernig leikurinn þróast þá hefði ég viljað fá fleiri mörk enda geta þau alveg talið síðar.“

Blikar eru á hælum Valskvenna í deildinni en það er Ásmundi ekki endilega efst í huga. „Við spáum eiginlega bara í okkar leik, vitum hvernig þetta virkar – ætlum að ná í eins mörg stig og við getum og getum ekki horft neitt lengra en bara næsta leik og gera eins vel og við getum þar.  Við erum að fara í að þétta leikjaprógramm og ég er ekkert smeykur við það, þekkjum það vel og það er gaman þegar það er þannig, mikið af leikjum og minna af æfingum, held líka að allir leikmenn vilji hafa hlutina þannig,“ sagði þjálfarinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert