„Jaðraði við hálfgert hatur“

„Það var nýtt að fá svona harða baráttu tveggja liða sem jaðraði við hálfgert hatur um tíma,“ sagði Víðir Sigurðsson, fréttastjóri íþróttadeildar mbl.is og Morgunblaðsins, í uppgjörsþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu.

Mönnum var ansi heitt í hamsi

Víkingur úr Reykjavík stóð uppi sem Íslandsmeistari í ár en Breiðablik, sem átti titil að verja, endaði í fjórða sætinu.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, elduðu grátt silfur saman í sumar og hefur mikill rígur myndast á milli liðanna á undanförnum árum.

„Mönnum var ansi heitt í hamsi eftir leikinn á Kópavogsvelli og svo voru skrítnar uppákomur fyrir seinni leikinn í Víkinni,“ sagði Víðir.

„Þetta gerði deildina skemmtilegri og orðaskiptin á milli jafnaldranna Arnars og Óskars voru oft og tíðum stórskemmtileg,“ sagði Víðir meðal annars.

Uppgjörsþátt Dagmála fyrir Bestu deild karla má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert