Hareide: Skiptir öllu máli fyrir okkur

Åge Hareide.
Åge Hareide. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Ég tel okkur geta náð í góð úrslit gegn Ísrael,“ sagði Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, á fjarfundi með blaðamönnum í dag.

Ísland mætir Ísrael á útivelli í undanúrslitum umspils um sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2024 sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Sigurvegarinn mætir svo Úkraínu í úrslitaleik um sæti í lokakeppninni og fer sá leikur einnig fram á útivelli.

„Við sendum njósnara til þess fylgjast með leik Ísraels og Sviss í Ungverjalandi hinn 15. nóvember og við fengum góða heildarmynd af þeirra leik þar. Þetta er í raun bara bikarúrslitaleikur og það er enginn leikur auðveldur á þessum tímapunkti. Af þeim kostum sem í boði voru þá er ég hins vegar sáttur með að hafa dregist gegn Ísrael,“ sagði landsliðsþjálfarinn.

Åge Hareide stýrir æfingu Íslands í Bratislava í nýliðnum landsleikjaglugga.
Åge Hareide stýrir æfingu Íslands í Bratislava í nýliðnum landsleikjaglugga. Ljósmynd/Alex Nicodim

Skynsamir og þolinmóðir

Sigurvegarinn úr einvíginu mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitum umspilsins um sæti í lokakeppninni og fer sá leikur einnig fram á útivelli.

„Við þurfum að vera bæði skynsamir og þolinmóðir. Markmiðið er að vinna þennan leik að sjálfsögðu en þetta er líka leikur sem Ísrael vill vinna. Svona leikir geta tekið mikið á taugarnar og eru oft lokaðir. Þetta er mjög áhugavert einvígi og hvert smáatriði skiptir máli, sem og dagsformið.

Við munum fara vel yfir alla leikina þeirra í undankeppninni. Þeir eru með góða einstaklinga innan sinna raða og leikskipulagið þarf að vera mjög gott. Okkar leikmenn þurfa að vera heilir heilsu og í leikformi, það skiptir öllu máli fyrir okkur farandi inn í þetta einvígi. Markmiðið er svo að komast í úrslitaleikinn gegn Úkraínu,“ sagði landsliðsþjálfarinn.

Guðmundur Þórarinsson, Jón Dagur Þorsteinsson, Åge Hareide og Mikael Egill …
Guðmundur Þórarinsson, Jón Dagur Þorsteinsson, Åge Hareide og Mikael Egill Ellertsson fagna eftir sigur gegn Bosníu í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert