Ísland mætir Ísrael í umspilinu

Ísland mætir Ísrael í umspili um laust sæti á EM …
Ísland mætir Ísrael í umspili um laust sæti á EM 2024. mbl.is/Eyþór Árnason

Ísland mun í mars mæta Ísrael í umspili um laust sæti á EM 2024 í knattspyrnu karla. Íslenska liðið dróst í B-riðil umspilsins, en dregið var í höfuðstöðvum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, í Nyon í Sviss í morgun.

Áætlað er að Ísland spili við Ísrael á útivelli í undanúrslitum riðilsins þann 21. mars.

Standi átök enn yfir í Palestínu og Ísrael á þeim tímapunkti þarf að finna nýjan leikstað, en landslið og félagslið Ísraels hafa að undanförnu spilað á hlutlausum völlum í öðrum löndum vegna átakanna.

Komist íslenska liðið áfram í úrslitaleikinn um laust sæti mætir það sigurvegaranum úr viðureign Bosníu og Úkraínu á útivelli, en dregið var um það hvort sigurvegarinn úr leik Ísraels og Íslands eða Bosníu og Úkraínu fengi heimaleik.

Alls keppa tólf landslið um þrjú laus sæti á EM þar sem fjórum liðum er skipt í þrjá umspilsriðla, A, B og C.

Í hverjum riðli mætast fjögur lið fyrst í undanúrslitum og sigurvegararnir mætast svo í úrslitaleik um eitt laust sæti.

Undanúrslitin fara fram 21. mars og úrslitaleikirnir 26. mars, þegar einnig verður leikið um þriðja sætið.

Drátturinn í undanúrslit riðlanna þriggja í heild sinni:

A-riðill:

Wales - Finnland

Pólland - Eistland

B-riðill:

Ísrael - Ísland

Bosnía - Úkraína

C-riðill:

Georgía - Lúxemborg

Grikkland - Kasakstan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert