Heilbrigðisráðherrann gaf ekki tommu eftir

„Ég fór út til Danmerkur í nám í hótel- og veitingastjórnun og á þeim tíma skipti ég mér lítið af fótbolta,“ sagði Vignir Már Þormóðsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

Vignir Már, sem er 56 ára gamall, er einn þeirra þriggja sem gefur kost á sér í formannsembættið ásamt þeim Guðna Bergssyni og Þorvaldi Örlygssyni.

Ýmsir góðir menn á æfingum

Vignir hefur starfað innan knattspyrnuhreyfingarinnar hér á landi frá árinu 2000, fyrst sem formaður knattspyrnudeildar KA, svo sem stjórnarmaður hjá KSÍ og í dag er hann starfandi eftirlitsmaður hjá UEFA.

„Ég var í innanhússfótbolta á þessum tíma með íþróttafélaginu Guðrúnu sem starfrækt var í Danmörku,“ sagði Vignir.

„Það mættu ýmsir góðir menn á æfingar og sá frægasti af þeim í dag er Willum Þór Þórsson. Hann var í námi þarna úti og það voru margir fyrrverandi knattspyrnumenn að æfa þarna sem voru auðvitað allir hættir, nema Willum.

Við æfðum í litlum íþróttahúsi og jesús kristur, hann gaf ekki tommu eftir kallinn, en okkur hefur alltaf verið vel til vina og við elduðum stundum saman á þessum tíma þar sem við vorum báðir einhleypir,“ sagði Vignir meðal annars.

Viðtalið við Vigni Má í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert