Búið að selja tæplega 500 miða

Ísland mætir Serbíu á Kópavogsvelli á morgun.
Ísland mætir Serbíu á Kópavogsvelli á morgun. Ljósmynd/Alex Nicodim

Ísland mætir Serbíu í öðrum leik liðanna í umspili fyrir sæti í A-deild undankeppni EM 2025 í knattspyrnu á Kópavogsvelli á morgun.

Leikurinn fer fram á óhefðbundnum leiktíma, klukkan 14.30, þar sem KSÍ fékk undanþágu til að spila á Kópavogsvelli og hann uppfyllir ekki skilyrði Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, þegar kemur að flóðlýsingu.

Jóhann Ólafur Sigurðsson hjá samskiptadeild KSÍ upplýsti á fréttamannafundi í dag að búið væri að selja 470 miða á leikinn á morgun og því væri enn hægt að næla sér í miða á tix.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert