Þrír möguleikar í Þjóðverjaleik

Lina Magull og Selma Sól Magnúsdóttir í leik Þýskalands og …
Lina Magull og Selma Sól Magnúsdóttir í leik Þýskalands og Íslands í vor. Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu getur í dag tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2025 sem fer fram í Sviss næsta sumar.

Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvellinum í næstsíðustu umferðinni, flautað verður til leiks klukkan 16.15, og á sama tíma mætast Austurríki og Pólland í Altach í Austurríki.

Þýskaland er með 12 stig og þegar komið á EM. Ísland er með 7 stig, Austurríki 4 og Pólland ekkert. Tvö efstu liðin fara beint á EM en hin tvö fara í umspil í haust. Þrír möguleikar eru í stöðunni fyrir íslenska liðið í þessari umferð.

 Ef Ísland vinnur Þýskaland er Ísland komið á EM.

 Ef Ísland gerir jafntefli við Þýskaland og Austurríki vinnur ekki Pólland er Ísland komið á EM.

 Ef Ísland tapar fyrir Þýskalandi og Austurríki tapar fyrir Póllandi er Ísland komið á EM.

Ef minna en þrjú stig skilja Ísland og Austurríki að eftir leikina í dag ráðast úrslitin í lokaumferðinni á þriðjudaginn þegar Ísland mætir Póllandi í Sosnowiec og Þýskaland mætir Austurríki í Hannover.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert