Spænskur liðstyrkur fyrir fallbaráttuna

Inaki Rodríguez er kominn til Vestra.
Inaki Rodríguez er kominn til Vestra. Ljósmynd/Vestri

Knattspyrnudeild Vestra hefur gengið frá samningi við Spánverjann Inaki Rodríguez og mun hann leika með liðinu út tímabilið.

Félagaskiptin gengu í gegn í dag, þrátt fyrir að félagaskiptaglugganum hafi verið lokað á þriðjudagskvöld. Tókst Vestra að ganga frá öllum samningum fyrir gluggalok.

Rodríguez er 24 ára Spánverji og miðjumaður. Hann lék með Michigan-háskólanum í Bandaríkjunum en hefur einnig leikið í Síle.  

Vestri er í 10. sæti Bestu deildarinnar með 14 stig og aðeins fyrir ofan fallsæti á markatölu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert