Selfoss niður um tvær deildir á tveimur árum

Selfoss er falinn niður í aðra deild.
Selfoss er falinn niður í aðra deild. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Selfoss er fallinn niður í 2. deild kvenna í knattspyrnu eftir tap fyrir Gróttu, 3:1, á Seltjarnarnesi í kvöld. 

Selfoss fellur því tvö ár í röð en liðið var í Bestu deildinni í fyrra. 

Grótta er hins vegar komin í annað sæti 1. deildarinnar með 31 stig, þremur stigum meira en Fram sem á þó leik til góða, og er með betri markatölu. Fram er með 28 stig og ÍBV 25 en þessi þrjú lið eiga enn möguleika á að ná öðru sætinu og fylgja FHL upp í Bestu deildina.

Lilja Lív Margrétardóttir, Lovísa Davíðsdóttir Scheving og Díana Ásta Guðmundsdóttir skoruðu mörk Gróttu en Eva Lind Elíasdóttir skoraði mark Selfoss. 

Selfoss er með 14 stig og ÍR 5 en þessi tvö lið falla í 2. deildina. Grindvíkingar eru sloppnir úr fallhættu með úrslitum kvöldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert