Aðeins þrjú efstu komast í Evrópukeppni vegna sigurs KA

Víkingur og KA fara bæði í Evrópukeppni, sem og Breiðablik, …
Víkingur og KA fara bæði í Evrópukeppni, sem og Breiðablik, en fjögur lið berjast nú um fjórða sætið. mbl.is/Ólafur Árdal

Sigur KA í bikarkeppninni í dag er ekki hagstæður fyrir liðin í þriðja til sjötta sæti Bestu deildar karla í fótbolta.

Með sigrinum á Víkingum í dag hafa KA-menn tryggt sér sæti í undankeppni Sambandsdeildarinnar 2025-26 en þetta var þeirra eina leið til þess að ná því þar sem þeir leika í neðri hluta Bestu deildarinnar í síðustu fimm umferðunum.

Fyrir vikið eru það aðeins þrjú efstu lið deildarinnar sem komast í Evrópukeppni á næsta ári og fjórða sætið gefur ekki neitt að þessu sinni. Þegar er nokkuð ljóst að Víkingur og Breiðablik enda í tveimur efstu sætunum og fara í Evrópukeppni.

Valsmenn standa vel að vígi með að ná þessu eftirsótta þriðja sæti. Þeir eru með 38 stig en ÍA með 34, Stjarnan með 34 og FH með 33 stig geta öll veitt þeim keppni um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert