Allir unnu í fyrsta sinn nema þjálfarinn

Hallgrímur Jónasson með bikarinn á Laugardalsvellinum í dag.
Hallgrímur Jónasson með bikarinn á Laugardalsvellinum í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Allir leikmenn KA, sem komu við sögu í úrslitaleiknum gegn Víkingi, urðu í dag bikarmeistarar karla í knattspyrnu í fyrsta skipti en enginn þeirra hafði áður unnið bikarinn með öðru félagi.

KA er bikarmeistari í fyrsta skipti en þjálfari liðsins, Hallgrímur Jónasson, varð þó bikarmeistari í annað sinn í dag.

Hallgrímur var í liði Keflavíkur sem varð bikarmeistari árið 2006 með því að sigra KR, 2:0, í úrslitaleik á Laugardalsvellinum.

Andri Fannar Stefánsson var í leikmannahópi KA en kom ekki við sögu í leiknum. Hann hefur tvisvar orðið bikarmeistari með Val, árin 2015 og 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert