Fjórir leikir í Bestu deildunum í dag

Fram mætir Fylki í fyrstu umferð neðri hlutans.
Fram mætir Fylki í fyrstu umferð neðri hlutans. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Tveir leikir eru á dagskrá í neðri hluta Bestu deildar karla og tveir í efri hluta Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í dag.

Valur og FH mætast klukkan 14.00 á Hlíðarenda en Valur er aðeins einu stigi á eftir Breiðablik sem er á toppi Bestu deildar kvenna með 54 stig. FH er í neðsta sæti efri hlutans með 25 stig.

Breiðablik fær Þór/KA í heimsókn klukkan 14.00 en Þór/KA er í þriðja sæti með 33 stig.

Tveir leikir fara fram í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar karla.

KR er aðeins þremur stigum frá öruggu sæti með 21 stig og mætir Vestra á Meistaravöllum klukkan 14 í dag. Vestri er með 18 stig í næst síðasta sæti og kemst upp úr fallsæti með sigri.

Fram tekur á móti botnliði Fylkis klukkan 19:15 en Fram er efst í neðri hlutanum með 27 stig. Fylkir er með 17 stig á botninum.

Tveir leikir eru einni í ensku úrvalsdeildinni en Brighton mætir Nottingham Forest klukkan 13 og stórleikur Manchester City og Arsenal er klukkan 15:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert