Fram skildi Fylki eftir í slæmum málum

Fylkismaðurinn Emil Ásmundsson mundar skotfótinn í kvöld.
Fylkismaðurinn Emil Ásmundsson mundar skotfótinn í kvöld. mbl.is/Ólafur Árdal

Fram hafði betur gegn Fylki, 2:0, í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram er í efsta sæti neðri hlutans með 30 stig. Fylkir er áfram í botnsætinu með 17 stig, þremur stigum frá öruggu sæti, þegar liðið á fjóra leiki eftir.

Fylkismenn voru sterkari stærstan hluta fyrri hálfleiks og Orri Sveinn Segatta var nálægt því að skora fyrsta markið á 10. mínútu er hann skallaði í stöngina eftir aukaspyrnu. Sigurbergur Áki Jörundsson átti skot í sömu stöng á 21. mínútu með góðu langskoti.

Framarar komust yfir, gegn gangi leiksins, á 23. mínútu er Alex Freyr Elísson skoraði með glæsilegu skoti hægra megin við teiginn í fjærstöngina og inn eftir sendingu frá Fred.

Magnús Þórðarson tvöfaldaði forskot heimamanna á 43. mínútu er hann vann boltann af Birki Eyþórssyni og skoraði af öryggi framhjá Ólafi Kristófer Helgasyni í marki Fylkis. Reyndist það síðasta mark fyrri hálfleiks og Framarar fóru með tveggja marka forskot til búningsklefa.

Fram lagði lítinn kraft í að reyna að bæta við marki í seinni hálfleik. Heimamenn vörðust vel og komu í veg fyrir að Fylkismenn næðu að skapa sér góð færi. Varð tveggja marka sigur Framara því raunin. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Fram 2:0 Fylkir opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert