Keflavík í úrslit eftir hörkuleik

Marc McAusland í baráttunni í fyrri leik liðanna í Breiðholtinu.
Marc McAusland í baráttunni í fyrri leik liðanna í Breiðholtinu. mbl.is/Eyþór Árnason

Kefla­vík er komið í úr­slita­leik um­spils­ins um sæti í Bestu deild karla eft­ir samanlagt 6:4 sig­ur á ÍR í ein­víg­inu.

ÍR hafði bet­ur gegn Kefla­vík í dag, 3:2, á úti­velli en þess má geta að gestirnir úr Breiðholtinu komust í 3:0 í fyrri hálfleik.

Kefla­vík vann ör­ugg­an sig­ur í fyrri leikn­um, 4:1, og kemst því áfram þrátt fyr­ir tapið.

Kefla­vík mæt­ir annað hvort Aft­ur­eld­ingu eða Fjölni í úr­slit­um um­spils­ins á Laug­ar­dals­velli þann 28. sept­em­ber,

Það var sól og fínasta veður þegar leikur Keflavíkur og ÍR fór fram suður með sjó.

Vitað var að gestirnir þurftu að ná yfirhöndum sem fyrst í leiknum og það sást á leik liðsins í fyrri hálfleik, þeir þjörmuðu vel að heimamönnum. 

Fyrsta alvöru færi leiksins var þó Keflavíkur meginn en þá átti Ásgeir Helgi Orrason dauðafæri þegar hann fékk úrvals skallafæri en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson í marki ÍR varði mjög vel.

Á 13.mínútu komust ÍR-ingar yfir. Róbert Elís Hlynsson átti þá skot utan teigs sem fór í Guðjón Máni Magnússon og það í netið. 0:1- fyrir gestina.

Gestirnir náðu svo að tvöfalda forystuna á 17.mínútu þegar að Guðjón Máni fékk sendingu á fjærstöng og skoraði auðveldlega framhjá Ásgeiri Orra í markinu. Staðan 0:2- ansi vænlegt fyrir Breiðhyltinga.

Fimm mínútum síðar átti Rúnar Ingi Eysteinsson leikmaður Keflavíkur skalla í þverslá.

Keflvíkingar náðu hægt og rólega að koma sér betur inní leikinn en það var svo á 35.mínútu sem ÍR-ingar komust í skyndisókn eftir hornspyrnu Keflvíkinga. 

Boltinn barst á Braga Karl Bjarkason sem geystist upp að vítateig Keflvíkinga. Gunnlaugur Fannar, varnarmaður Keflavíkur, reyndi að verjast Braga og þegar Bragi skaut að marki renndi Gunnlaugur sér fyrir boltann, en boltinn fór í gegnum hann og einnig framhjá Ásgeiri í markinu, afar sérstakt mark. 

Staðan orðin 0:3 og einvígið jafnt! 

Þetta var mjög vel gert hjá Braga en að sama skapi afskaplega illa varist hjá Gunnlaugi og einnig virtist eins og Ásgeir hafi misst af boltanum þegar skotið reið af marki, mjög klaufalegt.

Á þessum tímapunkti var farið að fara um liðsmenn Keflavíkur, forskotið frá fyrri leiknum farið og þeir voru svo ljón heppnir að vera ekki einum manni færri á 38.mínútu þegar Ásgeir Helgi Orrason hrinti leikmanni ÍR. 

Þarna voru Keflvíkingar farnir að missa hausinn og Twana Khalid Ahmed, frábær dómari leiksins, ákvað að gefa Ásgeir gult spjald fyrir þetta brot, Ásgeir stálheppinn.

Á lokamínútu fyrri hálfleiks fengu heimamenn risa líflínu þegar að Kári Sigfússon skoraði með skalla eftir sendingu Ásgeirs Helga. Kári hafði ekki sést í fyrri hálfleik og Ásgeir heppinn að vera inná og þeir skiluðu þessu marki sem var aldeilis jákvætt til að taka inní klefa í leikhlé. Staðan 1:3.

Seinni hálfleikur var aðeins rólegri en sá fyrri en Keflvíkingar náðu betri tökum á leiknum, sérstaklega með innkomu Sami Kamel af bekknum í hálfleik. Bæði lið fengu fín færi en Sami Kamel náði að bæta hag heimamanna en meira þegar hann skoraði annað mark Keflavíkur á 69.mínútu eftir sendingu frá Kára Sigfússyni.

Staðan 2:3 og samanlagt 6:4 fyrir Keflavik.

Kári fékk svo dauðafæri 7 mínútum síðar sem Vilhelm í marki ÍR varði meistaralega vel.

Það gerðist fátt markvert það sem eftir lifði leiks. ÍR sóttu meira en allt gekk ekki og Keflvíkingar sigldu einvíginu í höfn og þrátt fyrir 2:3 ósigur þá vinna þeir einvígið 6:4 og eru þar með komnir í úrslitaleikinn á laugardaginn næsta á Laugardalsvelli.

ÍR-ingar geta verið afar stoltir af sínu fyrsta tímabili í efstu deild þrátt fyrir að tapa í þessu umspili og þeir verða í Lengjudeildinni að ári.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Keflavík 2:3 ÍR opna loka
90. mín. Uppbótartími er 4 mínútur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert