Stigunum skipt í fallslagnum í Vesturbæ

KR-ingurinn Luke Rae með boltann í dag. Guðmundur Arnar Svavarsson …
KR-ingurinn Luke Rae með boltann í dag. Guðmundur Arnar Svavarsson er til varnar. mbl.is/Ólafur Árdal

KR og Vestri skildu jöfn, 2:2, í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Meistaravöllum í Vesturbænum í dag. KR er nú með 22 stig og áfram þremur stigum fyrir ofan Vestra og fallsæti. Vestri er næstneðsta sæti með 19 stig, einu stigi frá HK og öruggu sæti.

Fyrri hálfleikur var með rólegasta móti. Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi og var augljóst að þau mættu varkár til leiks í mjög mikilvægan leik.

Vladimir Tufegdzic fékk fínt færi til að skora fyrsta mark leiksins er hann slapp inn fyrir vörn KR á 37. mínútu en Guy Smit í marki KR-inga varði vel.

Átta mínútum síðar skoraði Atli Sigurjónsson eina mark fyrri hálfleiks er hann skallaði í slána og inn eftir skallasendingu frá Gyrði Hrafni Guðbrandssyni og voru KR-ingar með eins marks forskot í leikhléi.

Andri Rúnar Bjarnason þurrkaði út það forskot á 63. mínútu er hann jafnaði með góðu skoti í teignum eftir undirbúning hjá varamanninum Silas Songani á hægri kantinum.

Staðan var ekki lengi jöfn því Benoný Breki Andrésson kom KR aftur yfir aðeins þremur mínútum síðar er hann afgreiddi boltann í stöng og inn í teignum eftir fyrirgjöf frá Atla.

Vestramenn gáfust ekki upp því þeir jöfnuðu aftur á 76. mínútu þegar Daninn Gustav Kjeldsen skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir sendingu frá Benedikt Warén. Urðu mörkin ekki fleiri og liðin skiptu með sér stigunum.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

KR 2:2 Vestri opna loka
90. mín. Andri Rúnar Bjarnason (Vestri) á skot sem er varið Færi! Gott færi til að skora sigurmarkið. Leikur á varnarmann og kemur sér inn í teiginn og í úrvalsfæri en Smit ver vel frá honum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert