Arnar í skosku úrvalsdeildina?

Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn.
Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. mbl.is/Ólafur Árdal

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings í Reykjavík, er samkvæmt breskum veðbönkum talinn einn af þeim líklegri til að taka  við starfi knattspyrnustjóra skoska úrvalsdeildarfélagsins Hearts.

Arnar er þar settur í þriðja sæti með 25 prósent líkur, á eftir Alex Neil, fyrrverandi stjóra Stoke City, sem er með 33,3 prósent líkur, og Stephen Robinson, núverandi stjóra St. Mirren, sem með 30,1 prósent líkur.

Steven Naismith var sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Hearts eftir verstu byrjun félagsins frá upphafi í skosku úrvalsdeildinni en þar situr liðið á botninum með eitt stig úr fyrstu sex leikjunum.

Arnar kannast aðeins við skoska fótboltann eftir að hafa leikið með Dundee United hluta tímabilsins 2002-2003.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert