Var sleginn og missti stjórn á tilfinningunum

Guðmundur Kristjánsson með boltann í leiknum gegn Val í kvöld.
Guðmundur Kristjánsson með boltann í leiknum gegn Val í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, lék ekki með liðinu gegn Vestra í síðustu umferð Bestu deildarinnar í fótbolta fyrir skiptingu.

Hann tók út leikbann fyrir að slá til Böðvars Böðvarssonar, leikmanns FH, í leik liðanna á Kaplakrikavelli.

Böðvar gaf Guðmundi olnbogaskot og brást fyrirliðinn við með að slá til bakvarðarins. Guðmundur tjáði sig um atvikið í viðtali við mbl.is eftir 2:2-jafntefli Stjörnunnar og Vals á Hlíðarenda.

„Ég var sleginn og missti stjórn á tilfinningunum mínum. Ég bregst við eins og ég á ekki að gera. Ég læri af því og nú er það áfram gakk,“ sagði Guðmundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert