Átti stórleik í markinu í markalausum leik

Margrét Árnadóttir og Kristrún Rut Antonsdóttir í leik Þórs/KA og …
Margrét Árnadóttir og Kristrún Rut Antonsdóttir í leik Þórs/KA og Þróttar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þróttur og Þór/KA mættust í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna fótbolta í dag. Liðin sættust á jafntefli, 0:0, en sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var.

Þór/KA er áfram í þriðja sæti og nú með 34 stig og Þróttur er í fimmta sætinu með 26 stig.

Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill og náði hvorugt liðið að skapa sér hættuleg færi. Bæði lið átttu fína spila kafla en þegar komið var fram á síðasta þriðjung vallarins voru ákvarðanatökur slakar.

Besta færi hálfleiksins kom á 21. mínútu þegar Karen María Sigurgeirsdóttir slapp einn í gegn en skot hennar var slakt og fór beint á Mollee Swift í marki Þróttar.

Besta færi Þróttara kom á 32. mínútu þegar Freyja Karín Þorvarðardóttir fékk gott færi eftir undirbúning frá Kristrúnu Rut Antonsdóttur en skotið fór rétt framhjá og niðurstaðan eftir fyrri hálfleikinn 0:0.

Fyrsta færi seinni hálfleiksins kom á 55. mínútu þegar Sandra María Jessen slapp ein í gegn eftir varnarmistök Þróttara en Mollee varði vel í marki Þróttar.

Mollee Swift varði aftur frábærlega á 67. mínútu þegar Hulda Ósk Jónsdóttir slapp í gegn eftir undirbúning Söndru Maríu. Mollee átti stórleik í marki Þróttar.

Á 90. mínútu voru Þróttarkonur næstum búnar að stela þessu þegar Melissa Garcia fékk dauðafæri en Harpa Jóhannsdóttir í marki Þórs/KA sá við henni og liðin skiptu stigunum á milli sín.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Vestri 2:1 HK opna
90. mín. Sergine Modou Fall (Vestri) fær gult spjald
KR 7:1 Fram opna
90. mín. Orri Sigurjónsson (Fram) fær rautt spjald Keyrir í bakið á Aroni. Kjánalegt og hann veit upp á sig sökina. Hans annað gula spjald. Kom inn á sem varamaður fyrir seinni hálfleikinn.
FH 0:1 Breiðablik opna
59. mín. Baldur Kári Helgason (FH) fær gult spjald
Man. United 0:3 Tottenham opna
90. mín. Leik lokið 0:3 - Afskaplega verðskuldaður sigur Tottenham í dag. Voru miklu betri allan leikinn. Brennan Johnson, Dejan Kulusevski og Dominic Solanke skoruðu mörk gestanna. Bruno Fernandes, fyrirliði United, lét reka sig útaf á 42. mínútu og gerði verkefnið nánast ómögulegt fyrir liðsfélaga sína. Takk í dag.
Fylkir 1:1 KA opna
45. mín. Hálfleikur Staðan 1:1 í hálfleik. Gríðarlega mikilvægt mark hjá Fylki í lok fyrri hálfleiks.

Leiklýsing

Þróttur R. 0:0 Þór/KA opna loka
90. mín. 2 mín í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert