Vestri úr fallsæti eftir endurkomusigur

Þorsteinn Aron Antonsson miðvörður HK skallar frá marki sínu í …
Þorsteinn Aron Antonsson miðvörður HK skallar frá marki sínu í leiknum við Vestra í dag. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Vestri er kominn úr fallsæti eftir glæsilegan, 2:1, endurkomusigur á HK á Ísafirði í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag.

Vestri er með 22 stig í 10. sæti og fer upp fyrir HK sem dettur niður í fallsæti með 21 stig.

HK átti skot á markið strax á annarri mínútu en það tók Ívar Örn Jónsson rétt fyrir utan vítateig en William Eskelinen varði. Eftir það voru Vestra-menn líklegri til þess að komast yfir og fengu hættulegt færi á 23. mínútu. 

Þá kom há sending frá hægri á Gunnar Jónas Hauksson en Christoffer Petersen kom langt út úr markinu og vann boltann af Gunnari. Boltinn barst til Morten Ohlsen Hansen sem fór í skot á markið sem var tómt en það fór framhjá og staðan í hálfleik var 0:0.

HK-ingar komu af miklum krafti inn í seinni hálfleik og skoruðu strax á 54. mínútu en það skoraði Birnir Breki Burknason. Dagur Örn Fjeldsted sendi boltann inn í teig, Birnir tróð sér fyrir framan varnarmann og stangaði boltann í netið.

Vestri jafnaði metin á 71. mínútu þegar HK-ingar sofnuðu á verðinum í hornspyrnu. Jeppe Pedersen fékk boltann eftir stutta hornspyrnu, lagði hann fyrir sig og þrumaði boltanum í fjærhornið og staðan 1:1.

Á 84. mínútu kom há sending inn á teig HK og þar voru tveir á móti tveimur. Eftir baráttu um boltann kom Þorsteinn Aron Antonsson með misheppnaða hreinsun sem fór beint á Andra Rúnar Bjarnason sem skoraði sigurmarkið og leikurinn endaði 2:1.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Þróttur R. 0:0 Þór/KA opna
90. mín. Leik lokið
KR 7:1 Fram opna
90. mín. Orri Sigurjónsson (Fram) fær rautt spjald Keyrir í bakið á Aroni. Kjánalegt og hann veit upp á sig sökina. Hans annað gula spjald. Kom inn á sem varamaður fyrir seinni hálfleikinn.
FH 0:1 Breiðablik opna
59. mín. Baldur Kári Helgason (FH) fær gult spjald
Man. United 0:3 Tottenham opna
90. mín. Leik lokið 0:3 - Afskaplega verðskuldaður sigur Tottenham í dag. Voru miklu betri allan leikinn. Brennan Johnson, Dejan Kulusevski og Dominic Solanke skoruðu mörk gestanna. Bruno Fernandes, fyrirliði United, lét reka sig útaf á 42. mínútu og gerði verkefnið nánast ómögulegt fyrir liðsfélaga sína. Takk í dag.
Fylkir 1:1 KA opna
45. mín. Hálfleikur Staðan 1:1 í hálfleik. Gríðarlega mikilvægt mark hjá Fylki í lok fyrri hálfleiks.

Leiklýsing

Vestri 2:1 HK opna loka
90. mín. Þremur mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert