Við viljum ná þessu fimmta sæti

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir er fyrirliði Þróttar.
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir er fyrirliði Þróttar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir fyrirliði Þróttar var svekkt að hafa ekki náð að stela sigrinum í lok leiks þegar Þróttur spilaði við Þór/KA í næst síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í Laugardalnum í dag.

Örstutt um leikinn í dag, hver eru fyrstu viðbrögð?

,,Þar er svona pínu svekkjandi að stela þessu ekki en ætli þetta hafi ekki verið sanngjarnt. Þær áttu mikið af færum og Mollee varði vel fyrir okkur. Við fengum líka færi í leiknum og áttum að stela þessu í lokin.”

Þið hafið spilað núna fjóra leiki í efri hlutanum, gert þrjú jafntefli og tapað einum og þið hafið heldur betur gert ykkur gildandi þar. Hvernig myndir þú gera upp tímabilið þegar einn leikur er ennþá eftir?

,,Við byrjuðum frekar ílla en náðum að koma okkur upp í efri hlutann sem var alltaf markmiðið og vildum mæta þangað ekki bara til að vera með heldur að sýna og sanna hversu góðar við erum.”

Þið eigið FH í lokaleiknum og fimmta sætið er undir þar. Þið hljótið að vilja sækja það?

,,Auðvitað það er alltaf markmiðið fara í leikina til að vinna þá og við viljum ná þessu fimmta sæti, sérstaklega þar sem við erum að byggja ofan á gott lið, og ég er bara mjög sátt með tímabilið,” sagði Álfhildur Rósa í samtali við mbl í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert