Íslenska U21 árs landslið Íslands í fótbolta mátti þola tap, 2:0, gegn Danmörku í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2025 í Vejle í dag.
Tochi Chukwuani kom danska liðinu yfir á 32. mínútu og Mathias Kvistgaarden bætti við öðru marki á 59. mínútu og þar við sat.
Danmörk vinnur riðilinn með 17 stig úr átta leikjum. Wales og Tékkland koma næst með 14 stig hvort og Ísland í þriðja sæti með níu stig. Litháen rekur lestina með þrjú stig. Danir eru komnir á EM en Tékkar fara í umspil.