Kærasti landsliðskonu gagnrýnir undirbúninginn

KSÍ tókst ekki að finna mótherja fyrir íslenska liðið og …
KSÍ tókst ekki að finna mótherja fyrir íslenska liðið og því var blásið til opinnar æfingar á Laugardalsvelli á laugardaginn síðasta þar sem stuðningsmenn fengu tækifæri til þess að kveðja liðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnuáhugamaðurinn Kristófer Eggertsson skaut á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins fyrir Evrópumótið 2022, sem hefst á Englandi í næstu viku, á samfélagsmiðlinum Twitter í kvöld.

Kristófer, sem er 26 ára gamall, er kærasti Glódísar Perlu Viggósdóttur, varnarmanns íslenska liðsins og leikmanns Bayern München í Þýskalandi.

Stóð til að halda vináttulandsleik

Fjölmörg Evrópulönd að setja aðsóknarmet í æfingaleikjum fyrir EM en Ísland spilar útileik á móti Póllandi kl 15:30 að staðartíma á miðvikudegi,“ skrifaði Kristófer á Twitter í kvöld.

Danmörk er ein þeirra þjóða sem setti aðsóknarmet á dögunum en liðið vann 2:1-sigur gegn Brasilíu í sínum fyrsta leik á Parken, þjóðarleikvangi Dana, á föstudaginn. Alls mættu 21.542 áhorfendur á leikinn, sem er met í danska kvennaboltanum.

Til stóð að íslenska liðið léki vináttulandsleik á Laugardalsvelli fyrir Evrópumótið á Englandi en illa gekk að finna mótherja.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin