Kennir Barcelona um meiðsli De Jong

Ronald Koeman.
Ronald Koeman. AFP/Koen van Weel

Hollenski miðjumaðurinn Frenkie De Jong getur ekki tekið þátt á EM vegna ökklameiðsla. Ronald Koeman, þjálfari Hollands, segir Barcelona hafa tekið óþarfa áhættu með heilsu leikmannsins.

„Við tókum ákvörðunina í dag. Við teljum Frenkie De Jong ekki í standi til að spila næstu þrjár vikurnar. Hann á sögu af meiðslum í hægri ökkla og það er ekki sniðugt að taka áhættu. Félagsliðið hans tók áhættu og við þurfum að súpa seyðið af því“. Sagði Koeman á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Hollands í gær.

Koeman var sem leikmaður mikil goðsögn hjá Barcelona og stýrði liðinu tímabilið 2020 til 2021. 

De Jong tók ekki þátt í leiknum í Rotterdam í gær en vonir stóðu til þar til í gær að hann gæti tekið þátt á EM. Fyrsti leikur Hollands er gegn Pólverjum á sunnudaginn.

Frenkie de Jong ræðir við fjölmiðla á æfingu Hollands á …
Frenkie de Jong ræðir við fjölmiðla á æfingu Hollands á dögunum AFP/Vincent Jannink
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin