Lögreglan býr sig undir 500 Serba

Stuðningsmenn Serba eru blóðheitir.
Stuðningsmenn Serba eru blóðheitir. Ljósmynd/AFP

Lögreglan í Þýskalandi býr sig undir leik Englands og Serbíu í fyrstu umferð C-riðilsins á Evrópumóti karla í knattspyrnu næsta sunnudagskvöld. 

Lögreglan býst við því að 500 serbneskar bullur muni reyna að ráðast á stuðningsmenn Englands, eða allavega valda einhverju skaða. 

Enskir stuðningsmenn hafa lengi vel verið umdeildir og farið misvel í stuðningsmenn annarra þjóða. 

Einkenna enska stuðningsmenn

Óeirðir einkenndu fyrsta leik Englands gegn Rússlandi á Evrópumótinu árið 2016 og úrslitaleikinn árið 2021. 

Leikurinn fer fram í Gelsenkircken, sem er langminnsta borg mótsins. Lögreglan hefur áhyggjur af því að stærð borgarinnar gæti aukið óeirðirnar. 

Lögreglustjóri Gelsenkirchen segir í samtali við Telegraph að það væri hætta á að eitthvað gæti gerst, en að lögreglan væri mjög vel undirbúin. 

„Auðvitað er áhætta, en við erum mjög, mjög vel undirbúin.“

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin