Berjumst allan tímann fyrir Ísland

Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, er tekinn tali á opinberri heimasíðu fyrir Evrópumótið sem hefst í Króatíu á föstudag. Hann er bjartsýnn fyrir hönd íslenska liðsins.

„Við vitum að liðin í riðlinum eru sterk og þetta verða afar erfiðir leikir. Það eru engir auðveldir andstæðingar í lokakeppni EM og við verðum að halda einbeitingu hverja einustu mínútu og hverja einustu sekúndu,“ sagði Arnór. Hann er spurður að því hvað hann ætli sér að vera að gera helgina 26.-28. janúar þegar úrslitaleikirnir fara fram.

„Vonandi að spila um verðlaun,“ sagði Arnór og veit upp á hár hvar styrkleikar Íslands liggja: „Að við berjumst allan tímann fyrir okkar þjóð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert