Makedóníumenn dæma fyrsta leikinn

Ólafur Andrés Guðmundsson sækir að vörn Svía í haust eins …
Ólafur Andrés Guðmundsson sækir að vörn Svía í haust eins og hann mun gera á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að opinbera hvaða dómarar dæma í fyrstu umferð Evrópumótsins í handknattleik sem hefst í Króatíu á morgun, en þá mætir íslenska landsliðið Svíþjóð í A-riðli í Split.

Makedóníumennirnir Gjorgji Nachevski og Slave Nikolov munu dæma leikinn, en þeir hafa nokkrum sinnum dæmt hjá strákunum okkar á stórmótum í gegnum árin.

Þeir voru til dæmis með flauturnar á HM 2011 þegar ísland mætti Frökkum í lokaumferð milliriðla. Á EM 2012 í Serbíu dæmdu þeir viðureign Íslands og Spánar í milliriðli og á EM 2014 í Danmörku dæmdu þeir leik Íslands og Póllands um 5. sætið á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert