Boltinn var inni!

Boltinn virðist vissulega vera inni.
Boltinn virðist vissulega vera inni. Ljósmynd/Skjáskot af vef Expressen.

Svíar eru skiljanlega margir svekktir eftir 26:24-tapið gegn Íslandi í gær á EM í handknattleik í Króatíu.

„Það er verið að rústa okkur, valta yfir og kremja okkur,“ sagði lýsandinn Robert Perlskog á TV3 í hálfleik er staðan var 15:8, Íslandi í vil.

Í frétt Expressen frá því í gær er aftur á móti mikið gert úr því að sænska liðið hafi verið rænt marki í stöðunni 23:19 en þá hefði Mattias Zachrisson getað minnkað muninn í þrjú mörk sem Svíar svo gerðu skömmu síðar.

„Þetta er mark - boltinn var inni,“ sagði Perlskog á TV3. Einar Örn Jónsson, lýsandi á RÚV, tók raunar í sama streng í sinni lýsingu og sagði: „Nei! Þessi bolti er inni.“

Claes Hellgren, sérfræðingur í sænska sjónvarpinu í gær, hrósaði þó íslenska liðinu eftir leikinn.

„Þetta er frábært afrek hjá Íslandi en aftur á móti mikill skellur fyrir Svíþjóð sem réð ekkert við þetta íslenska lið,“ sagði Hellgren.

Íslensku strákarnir fagna í gærkvöldi.
Íslensku strákarnir fagna í gærkvöldi. Ljósmynd/Gor­d­an Lausic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert