Vatn á myllu Íslendinga?

Domagoj Duvnjak studdur af velli í leiknum gegn Serbíu.
Domagoj Duvnjak studdur af velli í leiknum gegn Serbíu. Ljósmynd/Skjáskot

Lærisveinn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel, Domagoj Duvnjak, mun ekki leika gegn Íslendingum á EM í kvöld vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir gegn Serbum í fyrsta leik á EM á föstudagskvöldið. 

Hér er um stórtíðindi að ræða í ljósi þess að Duvnjak hefur verið einn allra snjallasti leikmaður sinnar kynslóðar frá því hann kom fram á sjónarsviðið á sínum tíma. Duvnjak hefur hins vegar verið meiddur í vetur og því kemur ef til vill ekki á óvart að líkaminn hafi gefið sig. Alfreð réði honum í það minnsta frá því að gefa kost á sér á EM samkvæmt króatískum fjölmiðlum. 

Því miður fyrir okkur Íslendinga eru Króatar vel settir þegar kemur að leikmönnum. Líklegt er að Luka Cindric muni þá spila á miðjunni en hann leikur með liði Vardar sem sigraði í Meistaradeild Evrópu 2017. 

Duvnjak hefur verið kippt út úr leikmannahópi Króatíu gegn Íslandi. Í hans stað kemur Denis Buntic. Sá leikur með Stefáni Rafni Sigurmannssyni hjá Pick Szeged í Ungverjalandi. Sá er 35 ára og varð Evrópumeistari með Kielce árið 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert