„Þetta var lexía“

Lino Cervar landsliðsþjálfari Króata.
Lino Cervar landsliðsþjálfari Króata. AFP

Króatar ætluðu sér vinna gullverðlaun á heimavelli á Evrópumótinu í handknattleik en eftir tapið gegn Svíum í Split í gærkvöld minnkuðu möguleikar gestgjafanna til mikilla muna að hampa Evrópumeistaratitlinum.

Eftir sannfærandi sigri gegn Serbum, 32:22, og Íslendingum, 29:22, máttu Króatar sætta sig við tap gegn Svíum, 35:31, eftir að hafa lent mest tíu mörkum undir í seinni hálfleik.

„Þetta var lexía. Við verðum að sigrast á þessum ósigri mjög fljótt og ég býð öllum stuðningsmönnum okkar að koma til Zagreb og styðja við bakið á okkur. Ég er leiður fyrir hönd stuðningsmannanna. Við vildum taka með okkur fjögur stig en við stóðumst ekki prófið. Við áttum slæman dag,“ sagði Lino Cervar landsliðsþjálfari Króata við fréttamenn í dag.

Króatar mæta Hvít-Rússum, Norðmönnum og Frökkum í milliriðlinum í Zagreb.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert