„Skrítinn leikur“

Viktor Gísli Hallgrímsson stóð fyrir sínu í markinu.
Viktor Gísli Hallgrímsson stóð fyrir sínu í markinu. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 10 skot í leiknum á móti Króatíu í dag en vörn og markvarsla gekk nokkuð vel í leiknum þrátt fyrir öll forföllin í íslenska hópnum. 

Á lokamínútunum var leikurinn mjög spennandi en Ísland hafði þá unnið upp fimm marka forskot Króatíu. Sigurmark Króatíu kom á lokamínútunni. 

„Mér fannst þetta skrítinn leikur. Hægur leikur og skrítinn handbolti,“ sagði Viktor þegar mbl.is spjallaði við hann. 

Viktor Gísli mætir til leiks í kvöld.
Viktor Gísli mætir til leiks í kvöld. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ísland náði fimm marka forskoti í fyrri hálfleik og lék þá mjög vel. „Við léku fáránlega vel í fyrri hálfleik og þá fannst mér við vera með þá. Við byrjuðum mjög vel en þeir byrjuðu mjög illa. Þá var vörnin mjög góð og Króatarnir skoruðu þá nánast bara úr vítum. En mér fannst vera þreyta í báðum liðum og það hafði áhrif á leikinn,“ sagði Viktor og benti á að ekki væru eitt eða tvö atriði sem ráði úrslitum þótt leiknum hafi lokið með eins marks mun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert