Kærusturnar sátu fastar í tíu klukkutíma

Kolfinna Katrín Ingvarsdóttir og Rannveig Bjarnadóttir á Hofbrähaus í München.
Kolfinna Katrín Ingvarsdóttir og Rannveig Bjarnadóttir á Hofbrähaus í München. mbl.is/Brynjólfur Löve

Kærustur fjögurra leikmanna íslenska karlalandsliðsins í handknattleik lentu í kröppum dansi í gær þegar þær voru að ferðast frá München til Kölnar í Þýskalandi.

Þær Embla Jónsdóttir, kærasta Janusar Daða Smárasonar, Jenný Fjóla Ólafsdóttir, kærasta Viktors Gísla Hallgrímssonar, Kolfinna Katrín Ingvarsdóttir, kærasta Óðins Þórs Ríkharðssonar og Rannveig Bjarnadóttir, kærasta Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, lentu í mikilli umferðarteppu á hraðbrautinni á leið sinni til Kölnar.

Lögðu af stað í hádeginu

Þær lögðu af stað frá München í hádeginu klukkan 12 en um 19 leytið festust þær í mikilli umferðarteppu þegar þær voru að nálgast Köln en það snjóaði duglega í Þýskalandi í gær.

Margir bílstjórar eru á sumardekkjum og þær sátu fastar í tíu klukkustundir en þær komu til Kölnar um 5 leytið í nótt.

„Vonandi náum við bara leiknum á morgun,“ sagði Rannveig í samtali við mbl.is í léttum tón í gærkvöldi en íslenska liðið mætir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í milliriðili 1 í Lanxess-höllinni í Köln klukkan 19:30 að íslenskum tíma í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert