Pogba launahæstur – Kane í 35. sæti

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, er launahæsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Enska blaðið Daily Mail hefur tekið saman lista yfir launahæstu leikmenn deildarinnar og þar er Pogba efstur á blaði. Sjö af tíu launahæstu leikmönnum spila með Manchester-liðunum, United og City.

Vikulaun hans hjá Manchester United eru 290 þúsund pund sem jafngildir rúmlega 41 milljón króna. Samherji hans hjá Manchester United, Romelu Lukaku, kemur næstur með 250 þúsund pund á viku og þar á eftir með 220 þúsund pund eru Sergio Agüero, Manchester City, Zlatan Ibrahimovic, Manchester United og Yaya Touré, Manchester City.

Athygli vekur markavélin Harry Kane er aðeins í 35. sæti á launalistanum en vikulaun hans hjá Tottenham nema 110 þúsundum punda á viku sem jafngildir 15,6 milljónum króna.

Sjá launahæstu leikmennina hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert