United í viðræðum við Mourinho

Jose Mourinho.
Jose Mourinho. AFP

Forráðamenn Manchester United hafa byrjað viðræður við knattspyrnustjórann José Mourinho um nýjan samning.

Sky greinir frá þessu, en Mourinho er hálfnaður með þriggja ára samninginn sem hann skrifaði undir þegar hann tók við sumarið 2016. Samkvæmt fregnum hófust viðræður um nýjan samning í október og hafa gengið ágætlega.

United er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 15 stigum á eftir toppliði Manchester City. Þá er liðið komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem mótherjinn er Sevilla. Þá vann United Evrópudeildina undir stjórn Mourinho síðasta vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert