Verður sá launahæsti

Thibaut Courtois í leiknum gegn Arsenal í gær.
Thibaut Courtois í leiknum gegn Arsenal í gær. AFP

Thibaut Courtois verður hæst launaði markvörður í heimi skrifi hann undir nýjan samning við Chelsea en reiknað er með að Belginn stóri og stæðilegi geri nýjan samning við Lundúnaliðið á næstu dögum.

Samningur Courtois rennur út á næsta ári en fullyrt er að hann skrifi undir samning sem gildir til ársis 2023. Með nýja samningnum mun Courtois tvölfalda laun sín hjá Chelsea og fá 200 þúsund pund í vikulaun en það jafngildir rúmlega 28 milljónum króna.

Courtois er 25 ára gamall sem Chelsea keypti árið 2011 frá belgíska liðinu Genk. Hann var í láni hjá spænska liðinu Atlético Madrid frá 2011 til 2014 og hefur spilað á milli stanganna hjá Chelsea undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert