Chelsea vill fá Sánchez

Verða Cesc Fabregas Alexis Sanchez liðsfélagar á ný? Þeir léku …
Verða Cesc Fabregas Alexis Sanchez liðsfélagar á ný? Þeir léku saman með Barcelona frá 2011-14. AFP

Enska úrvalsdeildarliðið Manchester City hefur ekki lengur áhuga á að fá knattspyrnumanninn Alexis Sánchez í sínar raðir frá Arsenal og nú hefur Chelsea bæst í kapphlaupið. Þetta segir í fréttum Sky Sports frá því í kvöld.

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, er mikill aðdáandi leikmannsins og sagði á föstudag að hann hefði reynt að klófesta Sílemanninn þegar hann var við stjórnvölinn hjá Juventus á Ítalíu.

Chelsea á þó enn eftir að koma með formlegt tilboð en tekið er fram í fréttinni að sagan sýni að Chelsea hafi oftar en ekki komið seint inn í kapphlaup um leikmenn, að minnsta kosti opinberlega, og borið sigur úr býtum. Þessu til stuðnings eru kaup Chelsea á Willian nefnd, frá 2013, er það keypti Brasilíumanninn frá Anzhi Makhachkala þegar búist var við því að hann færi til Tottenham.

Fyrr í kvöld var sagt frá því að Manchester City væri hætt við að fá leikmanninn í sínar raðir. Að sögn heimildamanna Sky Sports á Pep Guardiola að hafa rætt við eigendur Manchester City í dag þar sem báðir aðilar voru sammála um að Sánchez væri of dýr miðað við leikmann sem yrði á frjálsri sölu í sumar. Manchester United er sagt hafa boðið Sánchez meira 350 þúsund pund á viku, eða um 18 milljónir á ári. Ætti City að bæta um betur yrði Sánchez launahæsti leikmaður félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert