Búinn samþykkja samning við United

Alexis Sánchez.
Alexis Sánchez. AFP

Sílemaðurinn Alexis Sánchez hefur samþykkt að gera fjögurra og hálfs árs samning við Manchester United en þetta kemur fram á vef breska blaðsins Telegraph.

Sánchez bíður nú eftir því að Armeninn Henrikh Mkhitaryan geri upp upp hug en forsenda fyrir því að Arsenal selji Sánchez til Manchester er sú að það fái Mkhitaryan í staðinn frá Manchester-liðinu.

Sánchez kemur til með að verða launahæsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni verði að félagaskiptunum en talið er hann muni fá 350 þúsund pund í vikulaun sem jafngildir um 50 milljónum íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert