Everton er réttur staður fyrir mig

Theo Walcott í búningi Everton.
Theo Walcott í búningi Everton. Ljósmynd/Everton

„Ég vil hjálpa Everton að komast á næsta stig,“ sagði Theo Walcott eftir að hann samdi við Everton eftir að félagið keypti hann frá Arsenal á 27 milljónir punda í dag.

Walcott var í 12 ár hjá Arsenal og skoraði 108 mörk í 397 leikjum, en hann samdi við Everton til ársins 2021.

„Ég er mjög spenntur að byrja nýjan kafla og mér finnst þetta vera réttur staður fyrir mig. Stjórinn er mjög metnaðarfullur og mér finnst að félagið sé að fara í rétta átt. Everton er frábært félag með góða sögu, stuðningsmennirnir eru mjög ástríðufullir og mér hefur alltaf fundist erfitt að spila hérna,“ sagði Walcott.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert