Þakkaði Gylfa sérstaklega fyrir

Cenk Tosun.
Cenk Tosun. Ljósmynd/Everton

Cenk Tosun, nýjasti liðsmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

Tosun var þá meðal annars spurður út í það hvernig hefði gengið að aðlagast hjá nýju félagi, en hann gekk í raðir Everton frá Besiktas í Tyrklandi á dögunum. Tosun svaraði því að allir hefðu verið honum góðir, þó sérstaklega Wayne Rooney, Gylfi Þór Sigurðsson og fyrirliðinn Phil Jagielka.

Tosun, sem er 26 ára gamall og lék áður með Galatasaray, samdi við Everton til hálfs fimmta árs. Hann hefur leikið 25 landsleiki fyrir Tyrkland og skorað 8 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert