Draumur að rætast

Henrikh Mkhitaryan í búningi Arsenal.
Henrikh Mkhitaryan í búningi Arsenal. Ljósmynd/arsenal.com

Armeninn Henrikh Mkhitaryan er ánægður að vera kominn til Arsenal en gengið var frá félagaskiptum hans frá Manchester United á sama tíma og Alexis Sánchez fór frá Arsenal til United.

„Ég er mjög ánægður að við náðum að klára þetta og ég er ánægður að vera kominn hingað. Draumur er að rætast hjá mér því mig dreymdi alltaf um að spila fyrir Arsenal. Nú er ég kominn hingað og ég mun gera mitt besta fyrir félagið,“ segir Mkhitaryan á vef Arsenal.

„Henrikh er mjög heilsteyptur leikmaður. Hann skapar færi, hann verst vel, hleypur mikið og er staðfastur. Hann hefur alla eiginleika,“ segir Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.


 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert