Mourinho gerði nýjan samning

Mourinho handsalar samninginn við Ed Woodward stjórnarformann Manchester United.
Mourinho handsalar samninginn við Ed Woodward stjórnarformann Manchester United. Ljósmynd/twitter

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, skrifaði í dag undir nýjan samning við félagið.

Samningur Portúgalans gildir til ársins 2020 með möguleika á eins árs framlengingu en hann er á sínu öðru tímabili með liðið.

Hann varð fyrsti stjóri í sögu félagsins til að vinna titil á fyrsta tímabili sínu en Manchester United vann ensku deildabikarkeppnina í febrúar á síðasta ári og vann svo Evrópudeildina í maí.

„Það er mikill heiður að vera knattspyrnustjóri Manchester United. Ég vil þakka eigendum félagsins og Woodward fyrir viðurkenningu á mínu starfi. Ég er mjög ánægður með traust þeirra í minn garð og að þeir telji að ég sé rétti knattspyrnustjórinn fyrir þetta frábæra félag í í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Mourinho eftir undirskriftina.

„Við höfum sett okkur háleit markmið, að vinna þrjá titla á einu tímabili en þetta eru markmið sem ég reikna með að mitt lið stefni að. Við erum að skapa skilyrði fyrir frábæra og árangursríka framtíð fyrir Manchester United,“ sagði Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert