Sané úr leik næstu vikurnar

Leroy Sané.
Leroy Sané. AFP

Leroy Sané, Þjóðverjinn frábæri í liði Manchester City, verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í bikarleiknum gegn Cardiff í gær.

Sané meiddist á ökkla eftir ruddalegt brot Joe Bennett undir lok fyrri hálfleiks. Brot hans verðskuldaði svo sannarlega rautt spjald en hann fékk að líta gula spjaldið en fékk svo brottvísun fyrir annað brot undir lok leiksins.

Sané gat ekki haldið leik áfram eftir leikhléið og eftir leikinn staðfesti Pep Guardiola að Sané verði frá keppni næstu vikurnar. Hann var mjög ósáttur við að dómarinn skyldi ekki vísa Bennett af velli fyrir brotið og sagði að dómarar yrðu að sjá til þess að vernda leikmenn, ekki bara leikmenn Manchester City heldur alla leikmenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert