Sánchez kominn á blað hjá United

Alexis Sánchez, í sínum fyrsta leik fyrir United á Old …
Alexis Sánchez, í sínum fyrsta leik fyrir United á Old Trafford, og Aron Mooy, leikmaður Huddersfield. AFP

Alexis Sánchez skoraði sitt fyrsta mark í treyju rauðu djöflanna er Manchester United sneri aftur á sigurbraut með 2:0-sigri á Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Mínútuþögn var haldin fyrir leik til að minnast þeirra sem létust í flugslysinu hörmulega 1958 en á þriðjudaginn kemur verða 60 ár liðin frá því að 23 létu lífið, þar af átta leikmenn United, við flugtak í München.

United var svo betri aðilinn allan leikinn en beið fram á 55. mínútu eftir fyrsta markinu en það gerði belgíski framherjinn Romelu Lukaku. Sílemaðurinn Alexis Sánchez, sem gekk nýverið til United frá Arsenal, skoraði svo sitt fyrsta mark á 68. mínútu með því að fylgja eftir vítaspyrnu sem hann klúðraði andartökum áður.

Swansea sótti stig á útivelli gegn Leicester og lyfti sér þar með upp úr fallsæti en gengi liðsins hefur skánað mikið eftir að Carlos Carvalhal tók við sem knattspyrnustjóri.

Southampton skaut sér úr fallsæti með 3:2-sigri á West Brom á útivelli eftir að hafa lent undir strax á 4. mínútu leiksins. Bournemouth lék sama leik gegn Stoke á sínum heimavelli. Xherdan Shaqiri kom Stoke í forystu en Joshua King og Lys Mousset skoruðu fyrir heimamenn og tryggðu að lærisveinar Paul Lambert hjá Stoke enda umferðina í fallsæti.

Bournemouth - Stoke City 2:1
King 70', Mousset 79' --Shaqiri 5'

Brighton - West Ham 3:1
Murray 8', Izquierdo 59', Groß 75' -- Hernández 30'

Leicester City - Swansea City 1:1
Vardy 17' -- Fernández 53'

West Bromwich Albion - Southampton 2:3
Hegazy 4', Rondon 73' -- Lemina 40', Stephens 43', Ward-Prowse 55'

Man. Utd 2:0 Huddersfield opna loka
90. mín. Leik lokið Eftir torsótta byrjun vinnur United afar verðskuldaðan sigur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert