Hörður fór meiddur af velli í gær

Hörður Björgvin í baráttunni í gærkvöldi.
Hörður Björgvin í baráttunni í gærkvöldi. Ljósmynd/Twitter-síða Bristol City

Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliðinu hjá Bristol City sem gerði 1:1-jafntefli á heimavelli gegn Fulham í ensku B-deildinni í fótbolta í gærkvöldi. Hörður fór af velli á 74. mínútu vegna meiðsla.

Óvíst er hvort Hörður verði með gegn Cardiff í mikilvægum slag við toppinn á sunnudaginn kemur. „Hörður þurfti að fara út af vegna meiðsla í læri. Hann fékk krampa og vonandi verður hann í lagi á sunnudaginn. Ef svo verður ekki geta aðrir komið í hans stað," sagði Lee Johnson, knattspyrnustjóri Bristol City í viðtali á heimasíðu félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert