Gylfi og Jóhann uppskáru báðir þrjú stig

Wayne Rooney klúðrar vítaspyrnu fyrir Everton í dag en Gylfi …
Wayne Rooney klúðrar vítaspyrnu fyrir Everton í dag en Gylfi Þór Sigurðsson er tilbúinn að bregðast við. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson uppskáru báðir þrjú stig með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Gylfi Þór og félagar í Everton unnu 2:0-sigur gegn Brighton. Gylfi varð fyrir hnjaski í fyrri hálfleik, en náði að halda áfram leik og spilaði allt til enda. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Theo Walcott um miðjan síðari hálfleik áður en Cenk Tosun innsiglaði 2:0 sigur liðsins.

Brighton spilaði síðustu tíu mínúturnar manni færri eftir að Anthony Knockaert fékk beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu gegn Leighton Baines. Wayne Rooney klúðraði svo vítaspyrnu í lokin, en Everton er eftir sigurinn með 37 stig í 9. sætinu.

Jóhann Berg spilaði sömuleiðis allan leikinn með Burnley sem vann 3:0-sigur á West Ham á útivelli. Ashley Barnes og Chris Wood skoruðu fyrst sitt hvort markið í síðari hálfleik, áður en Jóhann Berg átti skot að marki níu mínútum fyrir leikslok. Það var varið en Wood fylgdi á eftir og innsiglaði 3:0 sigur. Burnley er með 43 stig í 7. sætinu.

Af öðrum úrslitum má nefna að botnlið West Brom tapaði á heimavelli fyrir Leicester 4:1 og er átta stigum frá öruggu sæti. Newcastle vann svo öruggan 3:0 sigur á Southampton þar sem Kenedy, lánsmaður frá Chelsea, skoraði tvívegis og gaf þeim svarthvítu afar mikilvæg stig í baráttunni fyrir ofan fallsvæðið.

Öll úrslit leikjanna má sjá hér að neðan.

Everton – Brighton 2:0
Walcott 60., Tosun 76. Rautt spjald: Knockaert (Brighton) 80.

Huddersfield – Swansea 0:0
Rautt spjald: J. Ayew (Swansea) 11.

Newcastle – Southampton 3:0
Kenedy 2., 29., Ritchie 57.

West Brom – Leicester 1:4
Rondon 8. - Vardy 22., Mahrez 62., Iheanacho 76., Iborra 90.

West Ham – Burnley 0:3
Barnes 66., Wood 70., 81.

Everton 2:0 Brighton opna loka
90. mín. Leik lokið Gylfi Þór og félagar fagna þremur stigum!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert